Blog Layout

Bananar eru ofurfæða

12. maí 2019

Þú munt ekki líta banana sömu augun eftir að hafa lesið yfir þennan lista.

Það er ekki að ástæðulausu að mælt sé með að fólk neyti banana daglega.

Það er nefnilega meira í bananann spunnið en bara kalíum magnið.

Og ef þú hefur haldið að bananar séu bara fyrir apa, þá er það ekki rétt.


  1. Bananar eru góðir þegar kemur að þunglyndi því þeir innihalda efni sem heitir tryptophan sem breytist svo í serotónín – hamingju efnið sem gerir okkur glöð.
  2. Borðaðu tvo banana áður en þú ferð á erfiða æfingu, þannig pakkar þú orku í líkamann og kemur jafnvægi á blóðsykurinn.
  3. Hann ver okkur gegn vöðvakrömpum á meðan á æfingum stendur og þú ættir að losna við krampa í leggjum ef þú færð þér banana áður en þú ferð að sofa.
  4. Hann spornar gegn tapi á kalki þegar þú pissar og byggir upp sterk bein. Fáðu þér banana.
  5. Banani lagar skapið og dregur úr fyrirtíðarspennu.
  6. Banani dregur úr bólgum og ver þig gegn sykursýki II, hann styður þyngdartap og styrkir taugakerfið. Hann eykur hvítu blóðkornin því hann er ríkur af B-6 vítamíni.
  7. Hann styrkir blóðið og dregur úr blóðleysi því hann er ríkur af járni.
  8. Ríkur af kalíum og lágur í salti þá er bananinn góður til aðstoðar við að lækka of háan blóðþrýsting og einnig getur hann varið þig gegn hjartaáfalli og heilablóðfalli.


Að borða banana er gott fyrir meltinguna

  1. Ríkur af pectin þá er bananinn afar góður fyrir meltinguna.
  2. Bananinn örvar vöxt á góðum bakteríum í þörmum. Þeir framleiða líka ensími sem aðstoða líkamann við að nýta sér þau næringarefni sem við borðum.
  3. Hægðartregða? Eins ríkur og bananinn er af trefjum þá ætti hann að geta hjálpað þér með þetta vandamál
  4. Ertu með niðurgang? Bananinn virkar róandi á meltingarveginn og bætir upp þau næringarefni sem þú tapaðir á meðan þú varst slæm/ur í maganum.
  5. Bananar eru góðir við brjóstsviða.
  6. Bananinn er eini hrái ávöxturinn sem neyta má án þess að espa upp magasár, hann nefnilega fóðrar magann og ver hann gegn þeim sýrum er valda magasárinu.


Hvað gerir bananinn meira?

  1. Að borða banana getur minnkað líkur á krabbameini í nýrum, hann ver þig einnig gegn ýmsum augnsjúkdómum og byggir upp sterk bein með því að hjálpa líkamanum að nýta kalkið sem þú færð úr fæðunni sem þú borðar.
  2. Bananinn eykur á gáfurnar og þú átt auðveldara með að læra, því hann er orkugjafi. Að borða banana fyrir próf er mjög gott vegna þess hversu ríkur hann er af kalíum.
  3. Ríkur af andoxunarefnum þá getur bananinn minnkað líkur á krónískum sjúkdómum.
  4. Að borða banana á milli mála kemur reglu á blóðsykurinn og getur einnig dregið úr morgunógleði.
  5. Nuddaðu pöddubit eða útbrot með innrabyrði hýðisins til að draga úr kláða og pirringi í húðinni.
  6. Stjórnaðu blóðsykrinum og komdu í veg fyrir að vera að narta á milli mála með því að fá þér einfaldlega banana.
  7. Að borða banana getur lækkað líkamshitann og kælt þig niður ef þú ert með hita eða ert úti í sólinni og það er mjög heitt.
  8. Hið náttúrulega efni Tryptophan sem eykur á gleðina dregur úr sjúkdómum sem geta herjað á þig á milli árstíða, má þar nefna þunglyndi á dimmum og köldum vetrum.
  9. Ertu að hætta að reykja? Í banana er mikið af B-vítamínum, kalíum og magnesíum, en þetta hjálpar þér og dregur úr löngun í sígarettuna.
  10. Fjarlægðu vörtu með því að skella innrabyrði hýðis á vörtuna og láta bíða í nokkrar mínútur.
  11. Nuddaðu innrabyrði hýðis á leðurskóna, töskuna og annað til að fá fallegan glans.


Greinin birtist upprunalega á Heilsutorgi.


Deildu eins og þú vilt

Eftir Benedikt Jónsson 14. mars 2025
AÐ VELJA GRÆNMETI OG ÁVEXTI  Í RÉTTRI ÁRSTÍÐ
23. janúar 2025
Rófur
Eftir Benedikt Jónsson 9. nóvember 2024
Hollusta grænmetis og ávaxta
Eftir Benedikt Jónsson 8. nóvember 2024
Stóreldhúsið 2024
31. október 2024
Við hjá Epli og Co erum spennt að kynna nýja og stórendurbætta vefsíðu okkar sem færir þjónustu okkar upp á næsta stig. Með aðstoð sérfræðings frá Beisik höfum við unnið að því að búa til notendavæna og nútímalega síðu þar sem áherslan er á einfaldleika, skilvirkni og þjónustu fyrir viðskiptavini okkar.
Ferskjur
12. maí 2019
Öldum saman hafa ferskjur verið ræktaðar. Þær voru fyrst ræktaðar í Kína þar sem þær eru taldar merki um ódauðleika og vináttu. Þær detta inn í röðina með eplum og perum.
12. maí 2019
Innflutningseftirlit hefur verið aukið á vissum tegundum af matvælum og fóðri sem eru ekki úr dýraríkinu og koma frá löndum utan evrópska efnahagssvæðinu. Um er að ræða m.a. te, pálmolía, basmati hrísgrjón, ýmsar tegundir af grænmeti og ávöxtum, hnetum fræjum og kryddi. Þetta eru matvæli sem þarf að skoða sérstaklega og þarf að rannsaka og samþykkja áður en innflutningur er leyfður.
Share by: