Innflutningur á matvælum sem ekki eru úr dýraríkinu
Innflutningseftirlit hefur verið aukið á vissum tegundum af matvælum og fóðri sem eru ekki úr dýraríkinu og koma frá löndum utan evrópska efnahagssvæðinu. Um er að ræða m.a. te, pálmolía, basmati hrísgrjón, ýmsar tegundir af grænmeti og ávöxtum, hnetum fræjum og kryddi. Þetta eru matvæli sem þarf að skoða sérstaklega og þarf að rannsaka og samþykkja áður en innflutningur er leyfður. Innflytjendur þurfa að tilkynna vörur sem eru nefndar í viðauka 1. við reglugerð nr. 835/2010 með minnst sólarhringsfyrirvara á sérstöku eyðublaði sem kallast samræmt innflutningsskjal, CED (Common Entry Document) sem er fyllt út rafrænt í TRACES (Trade control and expert system).
Í innflutningseftirliti er alltaf gerð skjalaskoðun en í 10-50% tilvika er varan skoðuð og tekin sýni til rannsóknar.
Reglugerð nr. 835/2010 er byggð á Evrópureglugerð nr. 669/2009 sem styðst við reglugerð 882/2004/ESB um aukið eftirlit á matvælum og fóðri. Heimild fyrir reglugerðinni er að finna í 31 gr. laga nr. 93/1995 um matvæli og 7 gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Reglugerðin er nú endurskoðuð 2 sinnum á ári. Ný reglugerð gildir frá 14. janúar 2019.
Inn á listann vegna aukinni hættu á salmonellu
Af listanum vegna færra tilfella.
Aðrar breytingar
Reglugerðin er endurskoðuð mt.t.t. viðauka I tvisvar sinnum á ári.
Ný reglugerð nr. 808/2014 tók gildi 9. september 2014 og m. br. frá 1. des 2016 eru sett sérstök skilyrði fyrir innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum frá tilteknum þriðju löndum vegna mengunaráhættu af völdum aflatoxína (EB gerð 884/2014). Innflytjendur eða dreifingaraðilar sem flytja inn eða dreifa vörum sem reglugerðin tekur til, skulu senda Matvælastofnun tilkynningu og gögn um fyrirhugaðan innflutning. Öllum sendingum neðangreinda matvæla þarf að fylgja heilbrigðisvottorð. Nýjustu breytingar eru að matvæli frá Argentínu, Azerbajdsjan og Eþíópíu hafa bæst við á listann.
Aflatoxín:
Með reglugerð 915/2017 bætast við:
1. breytingarreglugerð nr. 800/2017 um að reglugerð nr. 193/2016 sé lögð niður vegna fjölda sýna sem tekin eru í ESB og eru yfir mörkum af tilteknu sveppaeitri. Og er því ekki lengur samþykkt forrannsóknagögn með útflutningi á jarðhnetur og afurðum af þeim frá Norður Ameríku.
Okratoxín:
Aflatoxín:
Reglugerð nr. 416/2016 innleiðir Evrópureglugerð nr. 2016/24 varðandi innflutning frá tilteknum þriðju löndum. Innflytjendur eða dreifingaraðilar sem flytja inn eða dreifa vörum sem reglugerðin tekur til, skulu senda Matvælastofnun tilkynningu og gögn um fyrirhugaðan innflutning. Öllum sendingum neðangreinda matvæla þarf að fylgja heilbrigðisvottorð og rannsóknarvottorð. Ekki þarf að tilkynna persónulegar sendingar sem eru minni en 20 kg.
Aflatoxín:
Eftirlit með öllu dreifingarferli matvæla eftir tollafgreiðslu er í höndum Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.
Gjald fyrir innflutningseftirlit er skilgreint í 9. gr. gjaldskrár nr. 220/2018 fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar. Eftirlitsgjald greiðist skv. tímagjaldi en einnig skal greiða akstursgjald og gjald vegna greininga á rannsóknarstofu þegar það á við.
Heimild: Matvælastofnun